Fundarboð - Félagsfundur 28. mars klukkan 20:00
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar frestaði aðalfundi félagsins vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðneytið.
Ef ekki verður gerður þjónustusamningur við ættleiðingarfélagið er óljóst hvernig félagið getur sinnt skyldum sínum.
Til að skýra stöðu félagsins fyrir félagsmönnum boðar stjórn þess til félagsfundar þann 28. mars klukkan 20 í hátíðarsal Tækniskólans (áður Sjómannaskólanum) við Háteigsveg.
Það er mjög mikilvægt að félagsmenn láti í ljós afstöðu til málefna félagsins og hafi áhrif á framtíð þess. Við vonumst því til að sem flestir sjái sér fært að koma á þennan fund.
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar.