Fundur Euradopt í Luxemborg
Dagana 31 mars til 1 apríl sótti fulltrúi ÍÆ Euradopt fund í Luxemborg. Umræðan var meðal annars um núverandi erfileika í “ættleiðingarheiminum”. Í Euradopt eru fulltrúar frá: Austurríki, Belgíu, Kýpur, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Ítalíu, Luxemborg, Hollandi, Noregi, Spáni og Svíþjóð. Þessi samtök eru einskonar regnhlífasamtök sem hafa skrifað og samþykkt síðareglur (www.euradopt.org ) sem vinna beri eftir.
Samhljómur var á fundinum um að allstaðar væri fækkun ættleiðinga árið 2006, og nú er ekki að sjá að það lagist á næstu árum. Það mikilvæga fyrir lítið félag eins og ÍÆ á alþjóðlegum mælikvarða er að sjá og upplifa að allstaðar er verið að fást við sömu málin og afar mikilvægt er að viðhalda fagleglegum vinnubrögðum og gera miklar kröfur til þeirra aðila sem verið er að vinna með í upprunalandi barnanna.
Ný aðildafélög, öll frá Spáni, eru að sækjast eftir að komast inn í samtökin og var samþykkt að fulltrúi stjórnar frá Ítalíu og Spáni tæku viðtal við þau félög þar sem farið er yfir vinnubrögð og þau sambönd sem þau vinna með.
Kynnt var ráðstefna næsta árs sem verður á Ítalíu, þar sem sérstaklega verður rætt um ættleiðingar frá Afríku, þjónustu við ættleidda fullorðna og nýjustu rannsóknir kynnar í þessum málaflokki. Lagt var áhersla á að vinna ætið eftir stöngustu síðareglum Euradopt og þá sérstaklega mikilvægt þegar þrengingar setja að.