Fundur með félagsmálaráðherra vegna styrkjamála
Fulltrúar stjórnar ÍÆ áttu í dag fund með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra vegna styrkjamála, en stjórnin hafði óskað eftir fundi með honum snemma í mars.
Fundurinn var mjög ánægjulegur og þar kom fram að fyrir lok mánaðarins mun starfshópur þriggja ráðuneyta (félags-, dóms- og fjármálaráðuneyti) hefja störf sem hefur það hlutverk að semja drög að reglugerð um fyrirkomulag vegna styrkja til ættleiðinga. Vinnuhópurinn á að skila af sér fyrir 1. júli nk. Eftir þessu að dæma er ljóst að það er fullur vilji stjórnvalda að fylgja eftir þessari ákvörðun sem áður var kynnt um styrki og kom fram hjá ráðherra að horft yrði til Norðurlandanna um upphæðir og útfærslur. Ráðherrann lýsti einnig yfir á fundinum ánægju með samstarf við IÆ og skýrði frá vilja til áframhaldandi samstarfs og heimild til að leita til félagsins ef vinnuhópurinn óskaði eftir. Fulltrúar IÆ lýstu yfir fullum vilja til samstarfs og skoðanaskipta í þessu máli. Þetta var ánægjulegur fundur og gott að vita að þetta mikilvægja mál er í öruggum farvegi.