Fréttir

Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi kynnti Hörður Svavarsson, formaður félagsins, umræðu sem farið hefur fram innan stjórnar félagsins um að tímabært sé að taka samþykktir félagsins til heildarendurskoðunar.

Einstaka þættir í samþykktum félagsins geta virst á skjön við Haagsamninginn um alþjóðlegar ættleiðingar og kunna að hamla því að félagið fái löggildingar til að annast milligöngu um ættleiðingar í nýjum ríkjum sem leitað veður til.

Af þessu tilefni er rétt að stofna til starfshóps sem vinnur að mati á samþykktum félagsins í heild sinni og gerir tillögur um endurnýjun á samþykktunum í heild eða einstökum greinum þeirra ef ástæða er til.

Þeir félagsmenn sem hafa brennandi áhuga á slíku endurmati eru beðnir bjóða krafta sína fram með tölvupósti til framkvæmdastjóra félagsins (kristinn (hjá) isadopt.is).


Svæði