Fyrirlestur
Næsti fyrirlestur á vegum PAS nefndar Íslenskrar ættleiðingar verður fimmtudaginn 19. febrúar kl. 20:30.
HVERNIG BIRTIST KVÍÐI HJÁ BÖRNUM?
Fræðsla og fagleg ráð fyrir foreldra og aðstandendur.
Jóhanna Kristín Jónsdóttir, sálfræðingur.
Fyrirlesturinn verður haldinn kl. 20.30 í Sjúkraþjálfun B – 1, Landspítali
Fossvogi. Aðgangseyrir er kr. 1.000 (enginn posi á staðnum)
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Við hvetjum foreldra til að mæta og einnig allt biðlistafólk til að nota biðtímann á jákvæðan hátt og sækja þá fræðslu sem í boði er.
PAS nefndin