Fréttir

Fyrirlestur á aðalfundi ÍÆ

Lene Kamm er danskur sálfræðingur og þerapisti.  Lene er sjálf ættleidd og
vegna áhuga á ætttleiðingarmálum vann hún verkefni um ættleidda þegar hún
stundaði  nám í háskóla og stofnaði síðar ráðgjafarstofu fyrir kjörfjölskyldur og
ættleidda.

Þegar dönsk stjórnvöld ákváðu, fyrst norrænna stjórnvalda árið 2000, að
fella undirbúningsnámskeiðin inn í samþykktarferlið fyrir ættleiðingu, var
Lene ráðin til að setja þessi námskeið upp, semja og útbúa fræðsluefni,
ráða leiðbeinendur og þjálfa þá. Vegna góðs samband ÍÆ við Lene nýtti félagið
sér þessa vinnu hennar og var það land sem næst á eftir Danmörku gerði
undirbúningsnámskeið að skyldu, síðan hefur Noregur bæst í hópinn. Lene
hefur einnig aðstoðað stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi við gerð
fræðsluefnis og námskeiða.  Hún hefur ferðast víða, heimsótt barnaheimili
í Eþíópíu, S-Ameríku og á Indlandi og stjórnað gerð heimildarmynda um
barnaheimili í þessum löndum og einnig um börn sem ættleidd hafa verið til
Danmerkur.
 
Íslensk ættleiðing bauð Lene fyrst til Íslands árið 1995 og hélt hún þá
fyrirlestra fyrir umsækjendur og einnig fyrir félagsráðgjafa og aðra sem 
vinna í þessum málaflokki.  
 
Síðan hefur hún komið margoft til Íslands til að aðstoða við námskeiðin
hér,  ráða og þjálfa leiðbeinendur og síðast hélt hún erindi
á Íslandi á námsstefu á vegum dómsmálaráðuneytisins í mars 2007.

Við hvetjum alla, bæði fólk á biðlista og kjörforeldra til að koma og
heyra um reynslu Lene og fræðast um ættleiðingar frá sjónarhóli barnsins.

Lene mun flytja fyrirlesturinn á ensku.


Svæði