Fyrirspurn til ráðherra
Á Alþingi hefur Ragnheiður E. Árnadóttir lagt fram fyrirspurn til dómsmála- og mannréttindaráðherra um ættleiðingar.
Fyrirspurnin er svohljóðandi:
Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að heimilað verði að fólk ættleiði á eigin vegum, undir eftirliti stjórnvalda, börn frá útlöndum, eins og t.d. er heimilt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu í samræmi við Haag-samninginn?
Samkvæmt vef Alþingis bíður fyrirspurnin munnlegs svars ráðherra.