Fréttir

Gleðidagur

Það er gleðidagur í dag hjá þeim sem eru í hópi 19 að bíða eftir börnum frá Kína, því í dag tilkynnti Íslensk ættleiðing þeim að borist hefðu upplýsingar um að þeirra bíði börn úti í  Kína.

Það var hamingjustund þegar hinir verðandi foreldrar komu á skrifstofu félagins í dag og fengu fyrstu upplýsingar um börnin sín og sáu myndir af þeim í fyrsta sinn.

Um er að ræða sjö börn, tvo drengi og fimm stúlkur. Börnin eru öll fædd í fyrra og er það yngsta fætt í nóvember. Börnin koma öll frá sama héraði.

Við óskum verðandi foreldrum í hópi 19 innilega til hamingju.

 

Svæði