Góð viðbrögð við fréttum af ferð til Tælands
Á sunnudagskvöld var sagt frá því á Facebooksíðu Íslenskrar ættleiðingar að framkvæmdastjóri félegasins væri nú á leið til Tælands til fundar við erindreka félagsins, barnaheimili og ættleiðingaryfirvöld í landinu.
Góð viðbrögð hafa orðið við þessari frétt og félagsmenn hafa sett sig í samband við félagið með það í huga að leggja í púkk til að mæta kostnaði við ferðina. Klukkan 17 í dag barst Íslenskri ættleiðingu svo eftirfarandi póstur frá Foreldrafélagi ættleiddra barna.
Í framhaldi að frétt á Facebokk um að framkvæmdastjóri ÍÆ væri lagður af stað í ferðalag til Tælands, ákvað stjórn Foreldrafélags ættleiddra barna að styrkja þá ferð um 50.000 kr. Við vitum að ferðalög í þeim tilgangi að stofna til nýrra sambanda og hlúa að þeim sem fyriri eru kosta peninga og langar okkur því í stjórn félagsins að leggja þessa fjárhæð að mörkum með von um að þessar fáu krónur nýtist vel og að ferðin muni skila tilætluðum árangri.
stjórn Foreldrafélags ættleiddra barna.