Góðar fréttir
31.07.2007
Góðar fréttir eru af ættleiðingum barna frá Kína. Staðan er þannig að 5 börn eru væntanleg heim frá Kína á næstu vikum og von er á fleiri börnum á næstu mánuðum.
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, sendi í byrjun júlí upplýsingar um börn til hóps númer 16. Það eru 8 yndislegar litlar stúlkur sem nú búa í Hubei héraði í Kína og eru væntanlegar heim með foreldrum sínum í september. Umsóknir þessa hóps hafa beðið afgreiðslu síðan í nóvember 2005 og hefur allt ferlið tekið rúm tvö ár.
Ættleiðingarmiðstöðin hefur nú skoðað allar umsóknir sem komu inn fyrir 1. júní 2006. Engar spurningar komu varðandi íslenskar umsóknir né voru gerðar athugasemdir við þær.