Fréttir

Góður fundur í Pattaya Orphange á Tælandi

Það var góður og ánægjulegur fundur sem Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar átti með forystufólki Pattaya Orphange á Tælandi í fyrradag.

Kristinn fundaði þar með Radchada Chomjinda en hún er yfirmaður alþjóðlegra ættleiðinga á stofnuninni sem nýtur mikillar virðingar í landinu vegna vandaðra vinnubragða og metnaðar eins og heimasíða þeirra ber með sér. Frá stofnuninni eru ættleidd um þrjátíu börn á ári til annarra landa, þau gera miklar kröfur til samstarfsaðila erlendis og eru sérstaklega ánægð með Skandinavíska fyrirkomulagið.

Á myndinni eru auk Kristins þær Radchada Chomjinda og milli þeirra er Cherry kynningarfulltrúi stofnunarinnar.


Svæði