Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg
Þriðji mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar „Í nándinni – innlifun og umhyggja“ var haldinn 29. apríl sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur. Hann kynnti m.a. efni úr nýútkominni bók sinni “Í nándinni - innlifun og umhyggja“. Auk þess lagði hann áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna því gott sjálfsálit er nátengt hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hve margir sem ekki áttu heimangengt fylgdust með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með Guðbrand Árna og fyrirlesturinn hans. Í kjölfar hans urðu líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður. Íslensk ættleiðing þakkar Guðbrandi Árna fyrir hans framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk eindregið til að lesa bók Guðbrands Árna „Í nándinni – innlifun og umhyggja“.