Grein um íslenska ættleiðingarmódelið
Í nýjasta fréttabréfi ISS, the global social work organisation, birtist grein eftir fyrrum framkvæmdastjóra Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn Ingvarsson. Í greininni er farið yfir uppruna Íslenska ættleiðingarmódelsins en það samanstendur af því að félagið sé með þjónustusamning við miðstjórnvaldið og sé ekki háð fjölda ættleiðinga eða umsækjenda til að bjóða uppá gæða þjónustu og stuðning.
ISS miðar að því að tryggja að virðing fyrir mannréttindum sé veitt hverjum einstaklingi, sérstaklega börnum, heimasíða samtakana er https://iss-ssi.org/.