Hamingjan - fyrsti fræðslufyrirlestur ÍÆ 2014
Öll viljum við vera hamingjusöm. Segja má að margt af því sem við gerum taki mið af þessum vilja og að lífsins verkefni sé hamingjuleit og að verða hamingjusöm. Á sama tíma er hamingjan mjög persónuleg reynsla, oft óljóst hvað í henni felst og hvað þurfi nú til að verða hamingusamur. Nú er mikil hátíð að baki og nýtt ár gengið í garð. Á slíkum tímamótum er oft farið yfir það liðna og horft með bjartsýni til framtíðar með góð fyrirheit, vonir og væntingar.
Fimmtudaginn 9. janúar næstkomandi kl. 20:00 verður fyrsti mánaðarlegi fyrirlestur Íslenskra ættleiðingar haldin í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn) og fjallar hann um hamingjuna.
Fyrirlesari er Lárus Blöndal, sálfræðingur og nýr starfsmaður félagsins.
Skráning er á isadopt@isadopt.is
Fræðslan er félagsmönnum að kosnaðarlausu en verð fyrir aðra er 1000 krónur.