Fréttir

Hamingjustund

Örn, Dagur og Sigrún
Örn, Dagur og Sigrún

Í nótt sameinaðist fjölskylda í Guangzhou í Kína.
Hjónin Örn og Sigrún hittu loksins drenginn sinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að hitta. Allt í einu var hann kominn í fangið á þeim og það var yndislegt. 
Það kom í ljós að hann var með hitavellu en þá var nú skemmtilegt að lesa bókina Músin tístir í fanginu á pabba þar sem hann svo sofnaði um kvöldið. Tilfinningaríkur dagur, gleði, kærleikur og þakklæti.

 Umsókn Arnar og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 8. maí 2014 og voru þau pöruð 5. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 12 mánuði.

Þetta er tólfta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin 16. Nú hafa 181 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.


Svæði