Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi.
Páll og Unnur Björk lögðu af stað frá Íslandi þann 18. apríl ferðinni heitið til Tékklands að sækja syni sína þrjá. Dagurinn var algjör rússibani fyrir bæði börn og foreldra, í senn dramatískur og hamingjuríkur enda búið að bíða eftir þessari stund í þónokkurn tíma.
Þau komu á barnaheimilið snemma morguns. Eftir fund með starfsfólki barnaheimilisins hittu þau síðan drengina sína sem fögnuðu komu þeirra en vissu á sama tíma ekkert hvað þeir áttu að gera við þetta fólk sem talaði svona framandi tungumál.
Fyrst dvöldu þau rúmlega klukkustund með þeim inni á barnaheimilinu eða þar til þeir fengu hádegismat og lúrinn sinn. Eftir lúrinn fóru þau út með drengjunum og léku sér saman úti í garði í alls konar ærslaleikjum. Það voru þreyttir en sælir foreldrar sem lögðust á koddann sinn eftir fyrsta daginn.
Umsókn Páls og Unnar Bjarkar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 6. júní 2014 og voru þau pöruð við bræðurna 16. febrúar 2015. Þau voru því á biðlista í Tékklandi í tæpa átta mánuði.
Þetta er fimmta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin átta. Nú hafa 20 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands