Hamingjustund
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Jinan héraði í Kína.
Bylgja og Guðjón fóru ásamt eldri syni sínum Jónasi og systur Bylgju og foreldrum Guðjóns þangað í lok nóvember. Eftir ævintýralegt ferðalag voru allir komnir á heilu og höldnu til Jinan og biðu stóru stundarinnar.
Það var dásamlegt þegar fjölskyldan sameinaðist. Arnar Yang er flottur og duglegur strákur og á góða og sterka fjölskyldu. Þeir bræðurnir náðu strax vel saman og er eins og þeir hafi alltaf verið saman.
Umsókn Guðjóns og Bylgju var móttekin í Kína 14. nóvember 2013 og voru þau pöruð við Arnar Yang 4. ágúst 2014. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í rúma átta mánuði. Þetta er tíunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 175 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands. Af þeim eru 51 barn ættleidd af lista yfir börn með skilgreindar þarfir.