Fréttir

Hamingjustund

Margrét, Sara og Jón Ingi
Margrét, Sara og Jón Ingi

Í dag sameinaðist fjölskylda í Kolin í Tékklandi.

Jón Ingi og Margrét hittu Söru Patrice í fyrsta skipti nú fyrir hádegið á barnaheimilinu. Sara var feimin til að byrja með en eftir að hún var búin að leggja sig tók hún við sér og var greinilega hrifin af foreldrum sínum. Í lok dagsins varð hún eftir á barnaheimilinu og þau mun hittast aftur á morgun. Þetta var dásemdar dagur og greinilegt að allir nutu sín vel.

Umsókn Jóns Inga og Margrétar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 16. september 2011. Þau voru svo pöruð við Söru Patrice 6. október 2014. Þau voru því á biðlista í þrjú ár. Þetta er níunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Nú hafa 16 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.


Svæði