Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Ari Þór og Rebekka hittu Jósef Inga í fyrsta skipti og deildu með okkur mynd í tilefni dagsins. Umsókn þeirra var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum á 35 ára afmælisdegi Íslenskrar ættleiðingar, þ.e. 15. janúar 2013.
Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári með milligöngu félagsins.