Haustföndur skemmtinefndar
Þá er komið að fyrsta innihittingi vetrarins í Reykjavík. Við ætlum að hittast í Sal KFUM og K við Holtaveg á laugardaginn frá kl. 11-13.
Þar munum við föndra og lita af hjartans list og að vanda verður heitt á könnunni.
Fjáröflunarnefnd verður á staðnum með fallegu nýju jólakortin ásamt bolum, húfum og vettlingum.
Hlökkum til að sjá ykkur :)
Skemmtinefnd ÍÆ