Hefðbundin aðalfundarstörf
Aðalfundur ÍÆ var haldinn 25. mars og var vel sóttur að venju. Í stjórn voru endurkjörin þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson og Sigrún María Kristinsdóttir en Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen var kjörin ný í stjórn félagsins. Fyrir í stjórn sátu þau Ágúst Guðmundsson, Anna Katrín Eiríksdóttir og Elísabet Hrund Salvarsdóttir en þau vor kosin árið 2013 til tveggja ára.
Minniháttar orðalagsbreytingar voru gerðar á samþykktum félagsins í kjölfar ábendinga frá Innanríkisráðuneytinu er vörðuðu samræmingu á orðalagi en jafnframt var samþykkt heimild til að halda aðalfund félagsins fyrr en áður hefur verið heimilt.
Niðurstöður ársreikninga verða birtar á heimasíðu félagsins fljótlega. Á fundinum var óskað eftir því að þjónustusamningur ÍÆ við ríkið verði aðgengilegur á heimasíðu og hefur félagið þegar óskað eftir heimild frá Innanríkisráðuneyti til að birta hann þar.