Hjertebarn
Á skrifstofu ÍÆ eru nú til sölu nokkur eintök af danskri barnabók um ættleiðingu. Bókin er fallega myndskreytt og er góð sem byrjun á umræðu um ættleiðingu, þegar börnin fara að sýna áhuga á uppruna sínum og spyrja í hvaða maga þau hafi verið.
Hjertebarn
Et eventyr om adoption
Bókin hefst á því að lítil stúlka fæðist í fjarlægu landi. Foreldrar hennar geta ekki alið hana upp. Á næstu blaðsíðu segir frá hjónum sem þrá ekkert heitar en eignast barn. Þau eru líka að verða foreldrar því þau eru að bíða eftir því að ættleiða barn. Bókin fjallar síðan um ferlið frá því að þau fá að vita að þau eigi litla stúlku í Asíu og þangað til að þau eru komin með hana heim.
Bókin er á dönsku og skrifuð af Dan & Lotta Höjer.