Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin
Fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar
Í leit að uppruna – undirbúningurinn, ferðin og upplifunin.
Fræðslufyrirlestur maímánaðar verður að þessu sinni tvöfaldur og verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (Gamla Sjómannaskólanum - Háteigsvegi) þann 25. og 26. maí klukkan 14:00.
Lisa Kanebäck og Sebastian Johansson eru vinir sem bæði voru ættleidd frá Kolkata á Indlandi til Svíþjóðar. Þau fóru í upprunaferð á síðasta ári og unnu sem sjálfboðaliðar á barnaheimilunum sem þau voru ættleidd frá í nokkra mánuði.
Góðir Íslendingar, æskulýðsfélag ættleiddra
Laugardagur 25.maí – kl: 14:00
Frítt er á fyrirlesturinn
Skráning á isadopt@isadopt.is
Lisa og Sebastian segja frá vangaveltum um uppruna sinn, skipulagningu ferðalagsins og því sem þau upplifðu í Kolkata. Fyrirlesturinn er sérstaklega fyrir ættleidd ungmenni (15 ára og eldri) sem hafa áhuga á upprunaleit og skiptir ekki máli hvaðan þau eru ættleidd. Ekki er gert ráð fyrir foreldrum á þennan fyrirlestur, en fyrirlesturinn á sunnudeginum er ætlaður þeim.
Með þessum viðburði vonast félagið til að geta hafið metnaðarfullt starf fyrir börn/fullorðna sem hafa verið ættleiddir með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Hér er hægt að nálgast auglýsingu um fræðslufyrirlesturinn