ÍÆ á fund Allsherjarnefndar Alþingis
Þriðjudaginn 17. apríl voru formaður og framkvæmdastjóri ÍÆ boðaðir á fund Allsherjarnefndar Alþingis.
Fundurinn stóð yfir í rúma klukkustund og var upplýsandi fyrir þá þingmenn sem skipa nefndina en þeir voru áhugasamir um ættleiðingarmálaflokkinn og spurðu margs.
Óhætt er að segja að fundurinn hafi verið ánægjulegur en rétt er að minna á að fjárveitingarvald liggur ekki hjá nefndinni sem slíkri.