Fréttir

Íslensk Ættleiðing á Facebook

Íslensk ættleiðing hefur tekið í sína notkun samskiptamiðilinn Facebook og komið sér þar fyrir undir nafninu Íslensk Ættleiðing.
 
Það var 19. ágúst sem stjórn félagsins bókaði meðal annars undir liðnum upplýsingamál: “Ákvörðun tekin um að félagið skyldi kynna sér nýja tækni og koma félaginu á Facebook til nánari tengsla og samskipta við félagsmenn sína” Þennan sama dag var stofnaður aðgangur á Facebook í nafni félagsins og á fyrsta sólarhringnum gerðust rúmlega sextíu manns vinir félagsins á þeim vettvangi.
 
Tíu dögum síðar voru vinir Íslenskrar ættleiðingar á Facebook orðnir eitt hundrað og svo skemmtilega vildi til að hundraðasti vinurinn var einmitt félagsmálaráðherrann Árni Páll Árnason.
 
Það er mikill kostur fyrir félag eins og Íslenska ættleiðingu að eiga aðgang að svo gagnvirkum samskiptamiðli sem Facebook er. Tengslanet félagsins styrkist við þetta og upplýsingaflæði á báða bóga eykst.

Svæði