Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2014
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, sunnudaginn 7. desember og hefst ballið klukkan 14:00.
Það verður dansað í kringum jólatré, veitingar í boði og jólasveinar mæta að sjálfsögðu á svæðið.
Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar sem innheimtir einnig skráningargjaldið.
Netfangið er isadopt@isadopt.is og lýkur skráningu miðvikudaginn 3.desember.
Allir velkomnir, afar, ömmur, frænkur, frændur, vinir og vandamenn.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Skemmtinefndin