Jólaball Íslenskrar ættleiðingar í Reykjavík
Aðventan, jólahátíðin og rauðar skotthúfur fylgja desembermánuði en líka okkar árlega jólaball hjá Íslenskri ættleiðingu.
Í ár ætlum við að hittast á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52 í Reykjavík, laugardaginn 9. desember frá kl. 14 - 16.
Það kostar aðeins 1000 kr fyrir félagsmenn og 500 kr fyrir börn þeirra, en 2750 kr fyrir utanfélagsmenn og 1350 kr fyrir börn þeirra.