KÆRU FÉLAGAR - TIL HAMINGJU MEÐ NÝJAN VEF
Nú um jólin fögnum við því að nýr vefur Íslenskrar ættleiðingar er kominn í lofti. Eins og félagsmönnum er kunnungt var eldri vefur félagsins, sem tekinn var í notkun árið 2005, úr sér genginn og ekki lengur hægt að uppfæra hann. Nýr vefur er því sannkölluð jólagjöf til félagsmanna og þeirra sem leita upplýsinga og frétta um ættleiðingar.