Kæru þið sem eruð á biðlista
Fundur fyrir þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 19:00 n.k. miðvikudag 22. október 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlegan fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukkutíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað.
Lárus H. Blöndal, sálfræðingur félagsins mætir.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.