Fréttir

Leikskólaspjall

Ertu að huga að leikskóladvöl barnins þíns eða er barnið þitt nýlega byrjað í leikskóla? Miðvikudagskvöldið 26.maí klukkan 20.30 mun PAS-nefnd Í.Æ. bjóða upp á spjallkvöld um leikskólabyrjun.

Við munum hittast á skrifstofu ÍÆ í Austurveri. Díana Sigurðardóttir, leikskólasérkennari og móðir og Helga Magnea, móðir og iðjuþjálfi, munu hefja spjallið með stuttu innleggi. Við viljum hvetja alla áhugasama um að mæta og eiga góða kvöldstund með mikilvægu umræðuefni.

Hlökkum til að sjá ykkur!
PAS-nefnd Íslenskrar ættleiðingar

 

Svæði