Mánaðarfyrirlestrar Íslenskrar ættleiðingar
Í kjölfar fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar sem haldnir voru núna í lok ágúst fyrir foreldra ættleiddra barna í leik-og grunnskóla og aðra áhugasama er búið að ákveða dagsetningar þriggja mánaðarlegra fyrirlestra fram að komandi jólum. Sá fyrsti verður haldinn laugardaginn 4. október, kl. 11:00 en hinir tveir eru á miðvikudögum og byrja kl. 20:00 og verða haldnir 22. október og 19. nóvember.
Heiti fyrsta fyrirlestursins er "„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ og þar mun Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjalla um áhrif ættleiðinga á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni.
Fyrirlestara og fyrirlestra fyrirlestrana 22. október og 19. nóvember verða auglýstir fljótlega.
Frítt er á fyrirlestrana fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar.
Við hvetjum ykkur til að taka þessa tíma frá og leggja þá sérstaklega á minnið.