Fréttir

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum

Mynd: AFP
Mynd: AFP

Alls voru 47 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2015, sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ætt­leiðing­ar 37. Árið 2015 voru stjúpætt­leiðing­ar 28 en frumætt­leiðing­ar 19.

Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda.

Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í ein­ung­is tíu árið 2013. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá ár­inu 1997. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flest­ar ætt­leiðing­ar þaðan, eða átta, en einnig voru ætt­leidd fimm börn frá Tékklandi.
Stjúpætt­leiðing­ar árið 2015 voru 28. Það er fjölg­un frá ár­inu 2014, en þá voru þær óvenju­lega fáar eða 19. Í flest­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru tvær árið 2015, og hafa þær ein­ung­is einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar eng­in frumætt­leiðing átti sér stað inn­an­lands.

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum


Svæði