Með kveðju frá Anju
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar hefur nú dvalið í tvo sólarhringa í góðu yfirlæti á Indlandi. Erindi Kristins er að heimsækja Anju Roy framkvæmdastjóra ISRC til að styrkj böndin milli stofnunar hennar og íslenskrar ættleiðingar. Kristinn hefur nú dvalið í tvo daga með Anju og lýsir þessum tíma sem frábærum, fræðandi og gefandi.
Flestir þekkja ISRC sem barnaheimilið Matri Sneha í Calcutta á Indlandi en 120 fjölskyldur á Íslandi hafa tengst því ævarandi tryggðarböndum í gegnum ættleiðingu barna sinna.
Það var Kristni því sérstök ánægja að færa Anju fartölvu að gjöf sem nokkur börn sem nýlega voru ættleidd til Íslands og fjölskyldur þeirra keyptu fyrir Anju og starfsemi hennar á Indlandi.
Kristinn hitti einnig fjölskyldu Anju, son hennar og tengdadóttur, sem nú halda utan um ýmsa þræði starfseminnar. Þetta var gagnleg fer og það verður gaman að geta sagt betur frá henni og sýnt fleiri myndir eftir að Kristinn kemur til landsins á fimmtudag.