Minning - Ole Bergman
Í dag kveðjum við kæran vin, Ole Bergman ritara NAC, Nordic Adoption Council verður jarðsettur í dag.
Ole var hjartahlýr, húmorískur og vitur maður, sem var alltaf tilbúinn að deila visku sinni til annarra. Ole vann í heimi ættleiðinga í yfir 35 ár, í mörg ár sem framkvæmdastjóri DanAdopt og þar til hann lést var hann ritari NAC, Nordic Adoption Council. Stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar hefur unnið með Ole í gegnum NAC og hefur framkvæmdastjóri félagsins átt náið samstarf við hann vegna starfa hennar sem stjórnarformaður NAC.
Ole lést skyndilega aðfaranótt miðvikudagsins 16.mars og var dauði hans mikið áfall fyrir fjölskyldu hans, vini og samstarfsfélaga. Við munum minnast Ole með þakklæti fyrir allt það sem hann gerði og þá ástríðu sem hann sýndi málaflokknum í gegnum árin.
Íslensk ættleiðing hefur sent innilegar samúðarkveðjur til aðstandenda Ole og er framkvæmdastjóri félagsins í Danmörku vegna jarðarfarar Ole.
Hvíl í friði
Stjórn og starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar