Fréttir

Námskeið fyrir verðandi umsækjendur

Umsækjendur um ættleiðingu þurfa samkvæmt reglugerð að sækja námskeið til undirbúnings ættleiðingu. Íslensk ættleiðing heldur námskeiðið Er ættleiðing fyrir mig? tvisvar á ári, að vori og að hausti. Næstu helgi verður næsta námskeið haldið og er búið að tryggja sóttvarnir og fjarlægðamörk á námskeiðinu. 
Á námskeiðinu er mörgum steinum velt við og kafað ofaní hvernig er að vera kjörforeldri, hver sé munurinn að eignast barn líffræðilega og því að ættleiða og hvaða áskoranir séu líklegar í ættleiðingarferlinu.

Námskeiðið er yfirgripsmikið og duga ekki færri en fjórir dagar til að fara yfir námsefnið. 
Ef þú ert að velta fyrir þér ættleiðingum, þá skaltu ekki láta þetta fram hjá þér fara, það er langt í næsta námskeið og upprunalöndin hafa óskað eftir fleiri umsóknum um ættleiðingu frá Íslenskri ættleiðingu.

 

 


Svæði