Fréttir

Norsk skýrsla um þjónustu eftir ættleiðingu

Í lok janúar var gefin út skýrsla í Noregi á vegum Bufdir um þjónustu eftir ættleiðingu. Bufdir er barna, unglinga- og fjölskyldustofnun í Noregi. Skýrslan er mjög áhugaverð og sýnir fram á mikilvægi þess að styrkja við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra og greind var þörfin á þjónustu eða fræðslu eftir ættleiðingu.

Bufdir fékk það hlutverk 2021 að rannsaka og leggja til hvernig ættleiddum og fjölskyldurm þeirra ætti að vera fylgt eftir þegar ættleiðing hefur átt sér stað og áætla kostnað vegna þess.

Hægt er að skoða frétt á norsku vegna ofangreindrar skýrslu hér.

Við hvetjum einnig alla sem hafa áhuga að kynna sér þjónustuáætlun Íslenskrar ættleiðingar sem þróuð hefur verið síðustu ár og er alltaf í endurskoðun, sjá hér.


Svæði