Nýjar áherslur
Stjórn Í.Æ. hefur ákveðið að snúa sér í auknum mæli að verkefnum sem setið hafa á hakanum meðan unnið var af öllu afli að málefnum sem ekki gátu beðið.
Mikið grundvallarstarf hefur verið unnið á seinustu misserum varðandi uppbyggingu ættleiðingarsambanda, ættleiðingarlöggjöfina og fyrirkomulag ættleiðingarmála. Mörg merki eru um það að þeir græðlingar sem þar hefur verið sáð séu að skjóta rótum og fari að bera ávöxt, þá er eðlilegt að áherslur stjórnar Í.Æ. hvað uppbyggingu varðar breytist og hægt verði að setja meira afl í félagsstarfið og skipulag á þjónustu við félagsmenn sem búnir eru að ættleiða og þá sem ættleiddir hafa verið.
Stjórn Í.Æ. mun nú hefja stefnumótunarvinnu með nýjum áherslum og leggur eins og áður áherslu á að félagsmenn komi að þeirri vinnu með margvíslegum hætti.