Fréttir

Nýjir starfsmenn ÍÆ

Guðlaug Júlíusdóttir
Guðlaug Júlíusdóttir

Íslensk ættleiðing hefur ráðið til sín félagsráðgjafa og tvo leiðbeinendur á námskeið fyrir þá sem ættleiða í fyrsta skiptið.

Guðlaug M. Júlíusdóttir félagsráðgjafi hefur verið ráðin til starfa á skrifstofu ÍÆ í 50% stöðu. Guðlaug hefur starfað á BUGL síðustu ár og fyrir þann tíma m.a. hjá Rauða krossi Íslands. Mun hún m.a. sjá um ráðgjöf og leiðbeiningar til umsækjenda og kjörforeldra.

Þá hafa verið ráðnir tveir nýjir leiðbeinendur fyrir undirbúningsnámskeiðin. Þau heita Arndís Þorsteinsdóttir, sem er sálfræðingur og kjörmóðir og Hörður Svavarsson sem er kjörfaðir og ráðgjafi hjá SÁÁ. Þau mynda teymi og sjá um námskeið á móti fræðslufulltrúnum sem munu halda áfram störfum fyrir ÍÆ. Danski sálfræðingurinn Lene Kamm hefur komið til Íslands tvisvar í haust til að velja úr umsækjendahópnum og þjálfa leiðbeinendurna.

Við bjóðum þau velkomin til starfa fyrir Íslenska ættleiðingu.


Svæði