Fréttir

Nýr bæklingur frá Fjáröflunarnefnd

Fjáröflunarnefnd hefur gefið út bækling um tilgang og markmið nefndarinnar. Upplýsingar frá nefndinni verða framvegis birtar hér á liðnum til hliðar sem heitir Fjáröflun.

Um fjáröflunarnefndina

Fjáröflunarnefndin starfar í samræmi við eitt að meginmarkmiðum Íslenskrar ættleiðingar sem er að vinna að velferðarmálum barna erlendis.

Hlutverk nefndarmanna 
Hlutverk nefndarmanna er að afla styrkja hjá einstaklingum og fyrirtækjum og safna fé eftir öðrum leiðum. Þetta fé er svo m.a. notað til þess að styrkja einstök barnaheimili á Indlandi í gegnum samtök sem heita Indian Society for Rehabilitation of Children (ISRC) þar sem Anju Roy framkvæmdastjóri ISCR er tengiliður IÆ og kunnug Guðrúnu framkvæmdastjóra, en Anju ráðstafar peningunum eftir þörfum í þau verkefni sem eru í gangi hverju sinni. Hér er heimasíða http://www.orphancareintl.org/India-1.htm

Einnig sendir IÆ peninga til samtaka sem heita Tomorrow Plan Project og er á vegum China Center of Adoption Affairs en þessi samtök veita munaðarlausum börnum með sérþarfir læknisaðstoð og endurhæfingu. Hér má sjá ágæta kynningu á Tomorrow Plan Projecthttp://www.adoptassoc.com/international/china/special_needs/tomorrow_plan/ og hér má sjá síðu CCAA en flestar upplýsingar á þessari síðu eru á Kínversku.http://www.china-ccaa.org/mtjh/mtjh_list_en.jsp?type=241

Starfsemi nefndarinnar 
Á aðalfundi í mars 2007 skilaði fjáröflunarnefnd ársins 2006 af sér ágætri stöðu. Nefndarmenn höfðu selt stuttermaboli með merki félagsins með góðum hagnaði, en gaman er að segja frá því hér að hjón sem hafa ættleitt frá Kína og búa þar sendu félaginu þessa boli. Einnig stóð nefndin fyrir skrappnámskeiði, pakkaði jólapökkum, aflaði styrkja frá fyrirtækjum og seldi húfur og vettlinga af miklum móð. Núverandi nefndarmenn eru með ýmis plön á prjónunum en allar hugmyndir eru velþegnar og svo og sjálfboðaliðar í nefndarstörf og í einstök verkefni.

Leiðir til að styrkja 
Ef einstaklingar vilja styrkja starf fjáröflunarnefndina með 
framlögum þá er auðvelt að leggja inn á reikning í gegn 
heimabanka eða í banka.

Ég vil styrkja 
það barnaheimili sem þarf helst aðstoð hverju sinni 
513-26-8875 
kt. 531187-2539

Ég vil styrkja 
barnaheimili á Indlandi 
525-14-604555 
kt. 531187-2539

Ég vil styrkja 
barnaheimili í Kína eða verkefnið Tomorrow Plan Project 
525-14-604666 
kt. 531187-2539


Svæði