Nýr formaður í Pas-nefndinni
Í Pas-nefnd félagsins hafa nefndarmenn ávalt valið sér formann og í byrjun apríl urðu formannaskipti í nefndinni.
Snjólaug Elín Sigurðardóttir hefur látið af formennsku í nefndinni en Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir hefur tekið við hlutverkinu. Um leið og stjórn Í.Æ. þakkar Snjólaugu fyrir sín störf fagnar hún nýjum formanni Pas-nefndar og hlakkar til samstarfsins.
Samstarf stjórnar og Pas-nefndar hefur verið umtalsvert en nú þegar hafin er stefnumörkunarvinna um nýjar áherslur í starfsemi félagsins er mikilvægara en áður að þetta samstarf sé náið og gott.