Nýr starfsmaður hjá Íslenskri ættleiðingu
Á næstu vikum mun taka til starfa nýr starfsmaður hjá Íslenskri ættleiðingu. Thelma Rún Runólfsdóttir er að klára Uppeldis- og menntunarfræði frá HÍ vorið 2024. Hlutverk hennar verður að sinna fræðslu og ráðgjöf fyrir umsækjendur í ættleiðingarferlinu, fræðslu inní skólakerfið og til annarra ef þess þarf.
Thelma mun vera í 50% starfshlufalli og kemur inn í fræðsluteymi ÍÆ undir leiðsögn Rutar Sigurðardóttur, félagsráðgjafa og fjölskyldufræðings og Elísabetar Hrundar Salvarsdóttur framkvæmdastjóra.
Thelma Rún er fædd 9.maí 1989 og býr í Hveragerði. Hún hefur unnið sem leiðbeinandi og deildarstjóri ungbarnadeildar á Leikskólanum Undralandi í Hveragerði. Hún hefur alltaf haft einstaklega mikinn áhuga á börnum og öllum sem við kemur þeim og var það ein af ástæðum þess að hún fór í uppeldis- og menntunarfræði.
Thelma Rún á tvær dætur, fæddar 2011 og 2013.
Félagið býður Thelmu velkomna til starfa.