Fréttir

Ofar styrkir Íslenska ættleiðingu

Fyrirtækið Ofar sem sér um þjónustu á notendabúnaði og tæknilausnum, samþykkti fyrir stuttu að styrkja Íslenska ættleiðingu um 500 þúsund krónur. Félagsmaður ÍÆ átti milligöngu um styrkveitinguna og kunnum við honum miklar þakkir fyrir. Í samráði við hlutaðeigandi aðila mun framlagið fara upp í kostnað við löggildingu félagsins í Kólumbíu en það ferli er í gangi um þessar mundir. 


Svæði