Fréttir

Piparkökumálun laugardaginn 26. nóvember 2011

Skemmtinefnd Í.Æ. auglýsir piparkökumálun laugardaginn 26. nóvember kl. 11-13 í safnaðarheimili Grensáskirkju að Háaleitisbraut 66. 
Allir mæta með góða skapið en við bjóðum upp á piparkökurnar og glassúr. Heitt verður á könnunni og drykkir fyrir börnin. 
Gott er að hafa með sér ílát fyrir þær kökur sem börnin mála. Hittumst og eigum notalega stund saman. 
Með góðri kveðju 
Þóra, Jana, Ingibjörg J. og Ingibjörg Ó.


Svæði