Fréttir

Ráðgjafarviðtöl á Akureyri 20. september

Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ býður upp á viðtöl fyrir félagsmenn á Akureyri laugardaginn 20. september n.k.  Viðtölin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu.  Gert er ráð fyrir að hvert viðtal séu 45 mínútur.  Fyrsta viðtalið verður kl. 10:00, viðtal tvö kl. 11:00, þriðja viðtalið kl. 13:00 o.s.frv.  Stefnt er að því að Lárus verði fram til kl. 17:00 ef þörf þykir.  Hægt er að panta viðtöl hjá Ragnheiði í síma ÍÆ 588 14 80 eða ragnheidur@isadopt.is.


Svæði