Ráðgjöf lögmanns
Vigdís Ósk Sveinsdóttir, lögmaður mun bjóða upp á ráðgjöf á skrifstofu Í.Æ. fyrsta þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 12 og 13. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst á isadopt@isadopt.is eða hringja í síma ÍÆ 588-1480.
Skrifstofan er opin alla virka daga frá 9 til 12. Einnig er boðið upp á símaviðtöl eða viðtöl á skype fyrir þá sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.
Vigdís lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla 2002 og síðan meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2008. Hún hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í mars 2009. Vigdís hefur setið í stjórn Íslenskrar ættleiðingar síðan 2009.