Ráðgjöf til kjörforeldra á vegum ÍÆ
Innan skamms verður ráðgjafaþjónustu fyrir kjörforeldra á vegum Íslenskrar ættleiðingar hleypt af stokkunum og hún kynnt veglega.
Samið hefur verið við við Arndísi Þorsteinsdóttur sálfræðing og Guðlaugu M. Júlíusdóttur félagsráðgjafa um viðtalsþjónustu fyrir kjörforeldra en það er liður í stefnumörkun stjórnar um auknar áherslur á þjónustu eftir ættleiðingu.
Viðtölin verða niðurgreidd af félaginu og greiða félagsmenn einungis lágmarks komugjald. Samhliða viðtalsþjónustuni verður gerð könnun á þörf fyrir þessa þjónustu og athugað með hvaða hætti er hægt að mæta þjónustuþörfinni hvar sem er á landinu.
Arndís og Guðlaug hafa mikla og viðtæka þekkingu á ættleiðingum auk þess sem þær eru færir sérfræðingar á sínu sviði. Innan skamms verður þessari þjónustu hleypt af stokkunum og hún kynnt veglega.