Fréttir

Ráðherra segir stjórnvöld gagnrýnd fyrir ósveigjanleika

Ragna Árnadóttir
Ragna Árnadóttir

Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sagði á Alþingi í dag að framkvæmd stjórnvalda í ættleiðingamálum hafi sætt gagnrýni og því sé haldið fram að stjórnvöld séu ósveigjanleg og ósanngjörn.

Þetta sagði Ragna í svari við fyrirspurn Ragnheiðar E. Árnadóttur alþingismanns en hún spurði hvort heimilað verði að fólk ættleiði á eigin vegum, undir eftirliti stjórnvalda, börn frá útlöndum, eins og t.d. er heimilt í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu í samræmi við Haag-samninginn?

Í svari sínu sagði Ragna meðal annars:
Því ber hinsvegar ekki að leyna að framkvæmd stjórnvalda hefur sætt gagnrýni frá ákveðnum hópum einstaklinga sem óska eftir því að fá að ættleiða barn. Hefur gagnrýnin lotið að því að okkar framkvæmd sé mun þrengri en gerist og gengur á norðurlöndum og stjórnvöld hér séu ósveigjanleg og jafnvel ósanngjörn. Þegar kemur að því að heimila ættleiðingar barna frá öðrum löndum er mikill þrýstingur á stjórnvöld og einkum ráðuneytið um að rýmka reglurnar einkum og sér í lagi vegna þess að nú um stundir gengur mjög erfiðlega og seint að ættleiða börn frá öðrum löndum sem áður stóðu okkur og umheimnum opin...


Svæði