Ráðherra skipar nefnd
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að ráðast í endurskoðun ættleiðingarlaga og hefur af því tilefni skipað starfshóp til þess að móta stefnu í ættleiðingarmálum með það að markmiði að tryggja réttindi barna og að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi við ættleiðingar.
Einkum er hópnum ætlað að taka afstöðu til einstakra ábendinga um úrbætur sem settar eru fram í skýrslu Hrefnu Friðriksdóttur hjá Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr og í samræmi við verkáætlun ráðuneytisins eftir því sem við á.
Starfshópurinn skal koma með útfærðar og kostnaðarmetnar tillögur að því hvernig hrinda megi úrbótum í framkvæmd.
Starfshópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir lok júlí 2011.
Drög að frumvarpi skulu liggja fyrir í síðasta lagi í lok árs 2011.
Drög að þjónustusamningi við ættleiðingarfélagið eiga að liggja fyrir í lok árs 2011.
Leiðbeiningahandbók um málsmeðferð skal liggja fyrir í lok árs 2011.
Í starfshópinn eru skipuð:
Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sem er formaður starfshópsins.
Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu,
Hrefna Friðriksdóttir dósent við lagadeild HÍ,
Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar Ættleiðingar og
Jóhanna Gunnarsdóttir lögfræðingur í Innanríkisráðuneytinu.