Fréttir

Rafrænar spurningakannanir Í.Æ.

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar vinnur að því að bæta starfsemi félagsins og standa betur vörð um þá hagsmuni sem félagið er myndað um. Í þeim tilgangi er aflað upplýsinga meðal félagsmanna með skipulögðum hætti.

Á seinasta ári stóð félagið fyrir rýnihópum meðal félagsmanna og rökrétt framhald af þeirri vinnu er framkvæmd spurningakannana sem bráðlega verður hleypt af stokkunum.

Á næstunni fá sumir félagsmenn sendan í tölvupósti hlekk á rafræna spurningkönnun sem félagið framkvæmir nú meðal fólks á biðlistum hjá félaginu. Nafnleynd þeirra sem svara verður tryggð, spurningar verða ekki persónugreinanlegar og svör berast félaginu dulkóðuð yfir internetið. Fulls öryggis og trúnaðar er því gætt við framkvæmd könnunarinnar.

Það er mikils virði ef fólk getur tekið sér nokkrar mínútur í að svara könnuninni þegar þar að kemur, en öllum er að sjálfsögðu frjálst að hafna þátttöku án frekari skýringa eða sleppa því að svara einstökum spurningum.

Við vonum að þetta nýja framtak í þekkingaröflun mælist vel fyrir meðal félagsmanna, en góð þátttaka í verkefninu gefur traustari niðurstöður.


Svæði