Rannsókn ítrekun
Hvernig farnast ættleiddum börnum erlendis frá á Íslandi?
Í byrjun júlí fór af stað rannsókn á högum ættleiddra barna og voru sendir út spurningalistar til foreldra ættleiddra barna erlendis frá á aldrinum 1-18 ára.
Rannsakendur vilja þakka öllum sem svöruðu listanum kærlega fyrir þátttökuna.
Gildi þessarar rannsóknar felst fyrst og fremst í því að auka skilning á líðan ættleiddra barna á Íslandi og aðstæðum þeirra auk þess sem rannsóknin getur gefið upplýsingar um hvort þau og kjörforeldrar þeirra fái viðeigandi þjónustu. Eftir því sem fleiri og ítarlegri svör berast því marktækari verður rannsóknin og betur verður hægt að auka þekkingu og skilning á þörfum ættleiddra barna og foreldra þeirra.
Mikil þörf er á þessum upplýsingum þar sem sambærilegra gagna hefur ekki áður verið aflað á Íslandi. Rannsakendur vilja hvetja alla sem ekki hafa svarað listanum til að gera það ef þeir hafa tækifæri til og auka þar með möguleika á að niðurstöður rannsóknarinnar nýtist ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra í framtíðinni